Ef þetta reynist ekki bara vera dagur karlmanna í mínu lífi þá ska ég.....heita hvað?
Byrjaði á karlmanni og hver veit nema að endi á einum slíkum....
Dagurinn hófst á kúri sem er mjög góð leið til að hefja daginn og mæli ég eindregið með því. Leið mín lá frá kúrinu og í lunch á Þjóðbókhlöðunni og smá krísufund með Völu my study friend og þaðan á Odda, félagsvísindahúsið þar sem ég var boðuð á fund skorarformanns félagsvísindadeildar, Dr. ólafur e-ðson, og efni fundars var ritstuldur af minni hálfu. ég geri mér grein fyrir að margir súpa hveljur og eru að tala á innsoginu akkúrat núna en svoleiðis er mál með vexti að þetta var voðalega beisik og "auðvelt" verkefni sem maður átti að vinna EINN en ekki með study friend, úúppss. Eftir að hafa hlustað á Dr.Ólaf í góðar 25 mín fékk ég að tjá mig, ég og mínar sveittu hendur fengum orðið, ég er ekki frá því að ég hafi minnkað um 6 cm í dag, sérstaklega í ljósi afsökunar ræðu minnar sem ég held að hafi fallið í góðan jarðveg, eða við vonum. Hann sagðist muna meila þessu á mig...þá hvort ég falli í skólanum, fái 0 fyrir verkefnið eða bara falli í áfanganum, Óli essskan, take all the time in the world, það liggur alls ekkert á þessu....HALLÓ, en allavega que sere...
í gær bárust mér þær gleðifregnir að ég náði 7,5 í Skýringar á hegðun prófinu mínu og mér til mikillar gleði splæsti Jón Tryggvi módel með meiru upp á bjór, mikil gleði þar á bæ, Prikinu það er. Ég var meira að segja hæst í mínum ytri læruhóp..... smá gáfulínu glott á mér í dag....
Eftir fundinn um framtíð mína sem verandi Dr. Sigga lá leið mín aftur á Þjóðó eins og ég kýs að kalla hana þrátt fyrir mikinn aumingjahroll frá Andra, og var ég þar að læra og glósa í ALLAN dag, svaka stuð. Nema hvað, kemur ekki ónefnd magadansmey sem hefur verið kennd við fuglinn Val og fer að tala um hvað ég sé með létta bók í sálfræði miðað við seinustu ár...gott fólk ég hvæssti og urraði til skiptis og sýndi klærnar..magadans litla ljóshærða vegamóta glyðra sem ekki veit neitt í sinn litla haus! ég var alveg ekki hress með þetta, enda setti ég hana streit um það að kennaranir höfðu sagt að þetta væri sko flóknari-so to speak- bók en í fyrra! anywho....
Loksins komin heim og ætla að splæsa á mig 30 mín í tölvunni að fara blogg hringinn og hvað sé ég nema meil frá Gunna fyrrverandi þar sem meðal annars hann biður að heilsa pabba, say what?! svaraði kurteisileg um hæl....samt eitthvða skrýtið sérstaklega í ljósi seinasta laugardagskvölds....
Og hvað svo....sest niður og farin að glósa um hlýðni Milgrams þegar bróðir minn hringir og spyr hvort við eigum ekki að bruna til pabba á sunnudaginn og er það mál í athugun.
svo....sest aftur niður, nú með popp, og hver hringir annar en hann jólasveinninn...þ.e. pabbi minn. Hljóðið var ágætt í kallinum nema hann er frekar svartsýnn á að sleppa eitthvað fyrr út þar sem að málið hans yrði þá prófmál og löggumennirnir hafa verið mikið í því að synja um reynslulausn...Við bara bíðum og vonum. Hann talaði um hvað hann væri búinn að vera duglegur að mála, kannski bara næsti Kjarval, hver veit? Gott að heyra í honum, sakna hans frekar mikið...að sjálfsögðu fórum við yfir akademískan árangur og vinnuferill með stuttri viðkomu á strákamálum,allt mjög fínt (það er að tala við pabba).
Skrýtið svona einhver eins og pabbi sem ég er vön að hringja í útaf öllu, hvort sem er að bera fram L´occtaine eða búa til góða sósu, að mega bara hringja á ákveðnum tíma á akveðnum dögum....hann kemur vonandi fljótt heim. Kannski ætti ég að fá Örnu til að búa til boli;
-frelsum örra- í þágu þeirra sem finnst gott að borða góðan mat.... myndu ekki allir ganga í svoleiðis bol?
i just might be on to something here....kannksi ekki nógu catchy eins og have a nice day eða shit happens....ég mun halda áfram að þróa þetta.
Barst til eyran að samkoma saumaklúbbsins væri á sunnudaginn en hef ekki fengið formlega staðfestingu þar á...spennandi mál það.
Fór til Arnars chick DR. og hann gaf mér topp 10 í einkunn og skilgreindi hana vinkonu mína sem ástfangna, hún er víst svo glöð.... að hans sögn. hressandi svona skemmtilegir konulæknar sem eru ekkert skrýtnir eða stífir bara að spjalla og hafa "gaman", eins mikið og hægt er að svona heimsókn að hafa. Komumst að þeirri niðurstöðu að ég á að fara á nýja pillu og hún á að halda áfram að vera ástfangin og það er mín skylda að halda henni þannig...Skiljiði núna pressuna sem er á mér, ef ég vinni ekki markvisst í mínum málum verður hún alveg brjál og þunglynd.... jæja nóg um það, missti mig aðeins hérna.
áfram að læra, aftur að bókunum, svona hangs og slor skilar sér ekki í ágætiseinkunn svo mikið er víst!
stefni á lærdóm til 22 en eftir það er ég geim í hvað sem er?......
í dag er ég glöð
fimmtudagur, október 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Pobody's Nerfect - Frelsum Örra ;)
I´m on it!
Arna
Við erum svöng! "framan á"
Í vörn fyrir Örn! "aftan á"
eða övugt.
KJ
Skrifa ummæli